Sigrún Þöll

Fyrir jólin 2004 hringdi systir mín í mig og spurði mig hvort ég væri ekki til í að fara í smá átak með sér. Hún sagði mér frá ákveðnu programmi þar sem markmiðið er að borða sig granna og að sjálfsögðu fannst mér þetta vera einhver vitleysa, en ákvað að slá til. Þann fimmta janúar 2005 mætti ég á fund, þar sem fullt af kellum með samviskubit jólanna sátu og hlustuðu á konu sem staðhæfði það að með því að borða meira og borða rétt, þá gætum við orðið grannar og flottar! Einmitt!! En jæja, ég ákvað að slá til og dró vinkonu mína með mér og við breyttum um lífsstíl á einum degi. Ekki datt mér í hug að þetta myndi ganga svona vel og mér myndi líða svona vel. Ég er algjör nammigrís og var nú frekar skeptísk á að ég gæti hreinilega strokað út sykur í fæðunni minni og þar með útiloka sælgæti. En nú eru liðið rúmt ár, síðan ég breytti um lífstíl og mér hefur aldrei liðið betur. Það sem hjálpar mér í þessari baráttu eru vinir mínir sem hvetja mig áfram og að sjálfsögðu nýi lífstíllinn sem byggist upp á fræðum frá Danmörku og kallast Íslensku Viktarráðgjafarnir hér á Íslandi, einnig oft kallað danski kúrinn eða DDV. Markmið mitt er að ná kjörþyngd fyrir útsölurnar í janúar 2006 :) og veistu, nammið, bjórinn, feiti maturinn og gúmmilaðið í veislunum verður allt til staðar á næsta ári og næsta og næsta...... Ég er ekki að missa af NEINU!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband